Á síðast liðnu ári stóðu yfir framkvæmdir og endurbætur á lestrarsal Þjóðskjalasafns Íslands við Laugaveg 162. Hinn 15. desember sl. opnaði lestrarsalur Þjóðskjalasafns Íslands á nýjan leik og á meðal þeirra breytinga sem voru gerðar var að sameina almennu afgreiðsluna og afgreiðslu lestrarsalar. Í tengslum við sameininguna er Þjóðskjalasafn Íslands með breyttan afgreiðslutíma á lestrarsal til skoðunar og liður í þeirri endurskoðun er þjónustukönnun hjá notendum safnsins.
Þeir sem vilja leggja sín lóð á vogarskálarnar og koma ábendingum og athugasemdum á framfæri eru vinsamlegast beðnir um að svara þessari stuttu könnun, sjá meðfylgjandi hlekk. Athygli er vakin á því að þjónustukönnunin er nafnlaus og svör þátttakenda ópersónugreinanleg.
Könnunin verður opin til og með 26. janúar 2021 næstkomandi.
There are 13 questions in this survey.